Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 15:00 Hæstiréttur telur að hvorki sé unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað. Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2016 þegar kennarinn, Sigríður Jónsdóttir, viðraði óánægju sína með breytt fyrirkomulag einkunnagjafar og stjórnarhætti skólastjórans á kennarafundi árið 2016. Hún var í kjölfarið áminnt og skrifaði hún þá grein í héraðsmiðilinn Dagskrána þar sem hún sagðist myndi éta gras sér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og skólanum. Henni var svo sagt upp störfum vegna þess að skólastjórinn taldi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum Sigríðar sem fælust í grein hennar. Landsréttur sneri dómnum Héraðsdómur Suðurlands hafði áður sýknað Bláskógabyggð í málinu en Landsréttur sneri dómnum og var þar slegið föstu að tjáning Sigríðar á kennarafundinum sem og skrif hennar í Dagskránni hafi rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin tryggi henni. Var því talið að bæði áminningin og uppsögnin hafi verið ólögmætar. Sömuleiðis taldi Landsréttur að skólastjórinn hafi verið vanhæfur í málinu þar sem erfiðleikar hafi verið í samskiptum Sigríðar og skólastjórans, þeir verið orðnir langvarandi, ágreiningur orðinn persónulegur og hvorug vildi vinna með hinni. Sigríði var í Landsrétti dæmdar ein milljón króna í miskabætur úr hendi Bláskógabyggðar vegna málsins, en skaðabótakröfu hennar vegna atvinnutjóns var hins vegar vísað frá dómi vegna vanreifunar. Taldi dóminn bersýnilega rangan Eftir dóm Landsréttar leitaði sveitarfélagið til Hæstaréttar þar sem það taldi dóm Landsréttar bersýnilega rangan og úrslit málsins varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins í starfsmannamálum almennt. Vildi sveitarfélagið meina að málið hefði verulegt almennt gildi um stjórnunarheimildir stjórnenda gagnvart undirmönnum við veitingu áminningar og uppsagnar vegna háttsemi. Sömuleiðis lúti beiðnin að túlkun á stjórnunarheimildum í tengslum við hollustu- og trúnaðarskyldur starfsmanna sveitarfélaga sem og háttsemi, tjáningu og framkomu starfsmanna þegar þeir nýta sér tjáningarfrelsi sitt samkvæmt greinum stjórnsýslulaga, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Sveitarfélagið vildi ennfremur meina að að Landsréttur hafi vikið frá því að dómstólar hafi almennt veitt stjórnendum verulegt svigrúm til þess að meta hvort framkoma starfsmanna kalli á áminningu eða eftir atvikum uppsögn. „Hafi flestir dómar þar sem uppsögn hefur verið talin ólögmæt ráðist af formbundnum skilyrðum laga eða kjarasamninga, en ekki efnislegu mati á framkomu eða háttsemi starfsmanna,“ segir í beiðninni. Hæstiréttur taldi hins vegar að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit málsins hefði verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sveitarfélagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Sjö ára þrautagöngu kennara lauk með sigri í Landsrétti Kennara, sem áminntur var og síðar sagt upp störfum hjá grunnskóla í Bláskógabyggð árið 2017, voru í gær dæmdar miskabætur vegna ólögmætrar áminningar og uppsagnar. 18. mars 2023 12:09