Tvær þjóðir í sama landi Ingólfur Sverrisson skrifar 30. maí 2023 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun