Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2023 21:05 Eiríkur hefur mjög gaman að fara í góða túra á mótorhjólinu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum í starfi ekki bara náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði heldur ákvað hann líka að flytja með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins í 90 ára gömlu húsi rétt við Hellisgerði. „Hafnarfjörður er dásamlegur bær. Þetta er svona einn af þessum bæjum, sem er með miðbæ, það er annað en Garðabær og Kópavogur, sem eru ekki með miðbæ. Þannig að maður upplifir sig meira svona að maður búi í einhverjum bæ heldur en úthverfi Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. Eiríkur leggur mikla áherslu á fjölbreytt nám í tónlist, sem skólastjóri tónlistarskóli og finnst mikilvægt að börn og unglingar læri á hljóðfæri. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að fólk læri á hljóðfæri og læri tónlist. Við hugsuðum það allavega með okkar börn að þau væru í tónlist og að þau væru í íþróttum, fengju hreyfingu og tónlistarnám.“ Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur fékk þá flugu í höfuðið síðasta sumar að kaupa sér mótorhjól og hann sér ekki eftir því. En hvað kom til að hann fékk sér hjól? „Ég var búin að dreyma um þetta frá því að ég var unglingur að eignast mótorhjól. Svo ákvað það núna þegar ég varð sextugur, maður er orðinn svo helvíti gamall að láta bara drauminn rætast,“ segir Eiríkur og hlær. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi. „Við erum hálfgerð hjón því við erum búnir að gista oftar saman á hótelherbergi held ég heldur en ég og konan mín. Þannig að við erum farnir að þekkja bæði ljósu og dökku hliðarnar af hvor öðrum held ég,“ segir Hjörleifur brosandi. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hægt er að nálgast allan þáttinn um Eirík á Stöð 2+ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Menning Mig langar að vita Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum í starfi ekki bara náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði heldur ákvað hann líka að flytja með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins í 90 ára gömlu húsi rétt við Hellisgerði. „Hafnarfjörður er dásamlegur bær. Þetta er svona einn af þessum bæjum, sem er með miðbæ, það er annað en Garðabær og Kópavogur, sem eru ekki með miðbæ. Þannig að maður upplifir sig meira svona að maður búi í einhverjum bæ heldur en úthverfi Reykjavíkur,“ segir Eiríkur. Eiríkur leggur mikla áherslu á fjölbreytt nám í tónlist, sem skólastjóri tónlistarskóli og finnst mikilvægt að börn og unglingar læri á hljóðfæri. „Mér finnst bara mjög mikilvægt að fólk læri á hljóðfæri og læri tónlist. Við hugsuðum það allavega með okkar börn að þau væru í tónlist og að þau væru í íþróttum, fengju hreyfingu og tónlistarnám.“ Eiríkur tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2018 og hefur á þessum árum náð að stimpla sig vel inn í skólasamfélagið í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eiríkur fékk þá flugu í höfuðið síðasta sumar að kaupa sér mótorhjól og hann sér ekki eftir því. En hvað kom til að hann fékk sér hjól? „Ég var búin að dreyma um þetta frá því að ég var unglingur að eignast mótorhjól. Svo ákvað það núna þegar ég varð sextugur, maður er orðinn svo helvíti gamall að láta bara drauminn rætast,“ segir Eiríkur og hlær. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi. „Við erum hálfgerð hjón því við erum búnir að gista oftar saman á hótelherbergi held ég heldur en ég og konan mín. Þannig að við erum farnir að þekkja bæði ljósu og dökku hliðarnar af hvor öðrum held ég,“ segir Hjörleifur brosandi. Eiríkur fór á kostum með félaga sínum, Hjörleifi Hjartarsyni úr "Hundi í óskilum” í sýningunni “Njála á hundavaði“ í Borgarleikhúsinu á síðasta ári þar sem þeir sýndu vel yfir 50 sýningar fyrir troðfullu húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hægt er að nálgast allan þáttinn um Eirík á Stöð 2+
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Menning Mig langar að vita Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira