„Það hafði enginn trú á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 08:00 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku VÍSIR/VILHELM Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“ Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31
„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni