Við kíkjum til Balkanskagans en Aleksander Vútitsh, forseti Serbíu, sagði í dag af sér sem formaður serbneska framfaraflokksins. Hörð mótmæli hafa geisað í Serbíu undanfarna daga vegna tveggja skotárása sem framdar voru í landinu í þessum mánuði. Mótmælendur saka stjórnvöld um að hafa ýtt undir sundrungu í samfélaginu.
Þá hittum við á hollenskan skiptinema sem hefur útbúið sér heimili í bíl sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.