Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2023 07:01 Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar