„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 09:44 Stiginn hefur vakið mikla athygli meðal Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. „Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira