Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 13:27 Dagur Sverrir Kristjánsson heldur út í atvinnumennsku í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur. Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Dagur er þriðji Íslendingurinn á skömmum tíma sem semur við Karlskrona en áður hafði félagið tryggt sér landsliðsmanninn Ólaf Guðmundsson frá Amicitia Zürich í Sviss, og Þorgils Jón Svölu Baldursson frá Val. Þá fær félagið einnig þýska markvörðinn Phil Döhler frá FH. Karlskrona vann sig upp úr næstefstu deild Svíþjóðar nú í vor. Dagur er 23 ára gamall, leikur sem hægri skytta og var valinn handknattleiksmaður ársins hjá ÍR á síðasta ári. Hann skoraði 115 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í vetur eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik, og átti tæplega þrjár stoðsendingar í leik en það dugði þó ekki til að halda liði ÍR uppi í deildinni. Dagur hefur leikið allan sinn feril með ÍR en skrifaði undir samning til tveggja ára við Karlskrona. „Dagur er leikmaður sem við sáum snemma sem góðan valkost fyrir okkur. Hann er nútíma skytta með hraða og spilhæfileika. Við teljum að hann og Hugo Sivertsson muni standa sig vel saman í þessari stöðu,“ sagði Tobias Karlsson, íþróttastjóri Karlskrona, á heimasíðu félagsins. „Það er virkilega gott að koma til Karlskrona. Ég kom í heimsókn í apríl og átti mjög góða upplifun af félaginu og staðnum. Ég fékk líka að sjá liðið vinna í umspilinu og það var mikil upplifun, að sjá bæði hvað liðið er gott og hvað stemningin er góð í höllinni. Félagið hefur boðið mér spennandi lausn þar sem ég get spilað handbolta á hæsta stigi og starfað í spennandi umhverfi,“ sagði Dagur.
Sænski handboltinn Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00 Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16 Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. 17. maí 2023 20:00
Ólafur í Svíþjóð til 2026: „Akkúrat týpan sem við þurftum“ Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, flytur aftur til Svíþjóðar frá Sviss í sumar og gengur í raðir Karlskrona. Óvíst er hvort hann spili með liðinu í efstu eða næstefstu deild. 14. mars 2023 11:16
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. 22. maí 2023 14:00