10 til 30 prósent Covid-greindra glími við langvarandi einkenni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 06:35 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Arnar Á árunum 2018 til 2023 hafa verið skráðar 3.017 komur á heilsugæslur landsins í tengslum við langvarandi einkenni Covid-19. Þar af voru heimsóknir karla 1.040, kvenna 1.982 og kynsegin fimm. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira