Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2023 19:31 Ásgeir Jónsson skorar á aðila vinnumarkaðrins að gera hófsama langtíma kjarasamninga og stjórnvöld til meira aðhalds í ríkisfjármálum. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í 8,75 prósent. Næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 23. ágúst. Seðlabankastjóri segir að ef aðrir aðilar í efnahagslífinu fari ekki að bregðast við muni vextir þurfa að hækka enn á ný í ágúst. Fyrir nokkrum mánuðum taldi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ólíklegt að meginvextir myndu hækka í tveggja stafa tölu. Nú nálgast þeir hana hratt og húsnæðislánavextir bankanna á óverðtryggðum lánum fara örugglega yfir tíu prósentin eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. „Við gerum bara það sem við þurfum að gera. Ef að það þarf tveggja stafa tölu til að ná verðbólgunni niður, þá tökum við tveggja stafa tölu. Það er ekkert annað sem við getum gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson hafði ekki trú á að meginvextir myndu ná tveggja stafa tölu fyrir nokkrum mánuðum en segir nú að Seðlabankinn muni ekki hika við að setja vextina í tveggja stafa tölu ef á þurfi að halda til að ná niður verðbólgu.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur ekki einungis beitt vaxtahækkunum í baráttunni við verðbólguna. Hann hefur einnig hert eignfjárkröfu heimila við töku húsnæðislána. Í mars hækkaði hann framlag viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr tveimur prósentum í 2,5 prósent og í dag hækkaði hann síðan bindskyldu bankanna á fjármunum sínum úr einu prósenti í tvö. Þetta er gert til að draga úr útlánagetu bankanna en lán til fyrirtækja hafa aukist töluvert að undanförnu. Efnahagslífið er á fleygi ferð og mikill hagvöxtur þannig að flytja hefur þurft inn tugi þúsunda manna til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á sama tíma og skortur er á húsnæði. Þá er spáð metfjölda ferðamanna á þessu ári. Væri ekki nær fyrir flugfélögin að einblína núna meira á skiptifarþega en endilega farþega til Íslands? „Ég ætla ekki að segja flugfélögunum hvað þau eiga að gera. En þetta sem þú nefnir er ein af ástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að herða taumhald peningastefnunnar,“ segir seðlabankastjóri. Til að dökk verðbólguspá Seðlabankans rætist ekki þurfi stjórnvöld að auka aðhald sitt í ríkisfjármálum. „Núna ætti að vera lag til þess að eyða halla á fjárlögum og ná jafnvel fram afgangi. Miðað við hvað tekjuvöxturinn er hraður út af því hvað hagvöxtur er mikill. Þannig að núna ætti að vera lag til að ná jafnvægi í ríkisfjarmálum.” Úr verkalýðshreyfingunni berast þær raddir að kannski væri best að gera annan skammtímasamning í ljósi aðstæðna. Seðlabankastjóri segir það í raun kröfu um enn frekari vaxtahækkanir. „Við þurfum langtímasamning. Við þurfum plan fyrir framtíðina. Við þurfum plan til að ná niður verðbólguvæntingum og tryggja stöðugleika. Við viðurkennum okkar ábyrgð að mögulega hefðum við átt að hækka meira og fyrr. En þetta er staðan núna og við þurfum að bregðast við miðað við hvernig verðbólguhorfurnar eru,” segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í 8,75 prósent. Næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 23. ágúst. Seðlabankastjóri segir að ef aðrir aðilar í efnahagslífinu fari ekki að bregðast við muni vextir þurfa að hækka enn á ný í ágúst. Fyrir nokkrum mánuðum taldi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ólíklegt að meginvextir myndu hækka í tveggja stafa tölu. Nú nálgast þeir hana hratt og húsnæðislánavextir bankanna á óverðtryggðum lánum fara örugglega yfir tíu prósentin eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. „Við gerum bara það sem við þurfum að gera. Ef að það þarf tveggja stafa tölu til að ná verðbólgunni niður, þá tökum við tveggja stafa tölu. Það er ekkert annað sem við getum gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson hafði ekki trú á að meginvextir myndu ná tveggja stafa tölu fyrir nokkrum mánuðum en segir nú að Seðlabankinn muni ekki hika við að setja vextina í tveggja stafa tölu ef á þurfi að halda til að ná niður verðbólgu.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur ekki einungis beitt vaxtahækkunum í baráttunni við verðbólguna. Hann hefur einnig hert eignfjárkröfu heimila við töku húsnæðislána. Í mars hækkaði hann framlag viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr tveimur prósentum í 2,5 prósent og í dag hækkaði hann síðan bindskyldu bankanna á fjármunum sínum úr einu prósenti í tvö. Þetta er gert til að draga úr útlánagetu bankanna en lán til fyrirtækja hafa aukist töluvert að undanförnu. Efnahagslífið er á fleygi ferð og mikill hagvöxtur þannig að flytja hefur þurft inn tugi þúsunda manna til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á sama tíma og skortur er á húsnæði. Þá er spáð metfjölda ferðamanna á þessu ári. Væri ekki nær fyrir flugfélögin að einblína núna meira á skiptifarþega en endilega farþega til Íslands? „Ég ætla ekki að segja flugfélögunum hvað þau eiga að gera. En þetta sem þú nefnir er ein af ástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að herða taumhald peningastefnunnar,“ segir seðlabankastjóri. Til að dökk verðbólguspá Seðlabankans rætist ekki þurfi stjórnvöld að auka aðhald sitt í ríkisfjármálum. „Núna ætti að vera lag til þess að eyða halla á fjárlögum og ná jafnvel fram afgangi. Miðað við hvað tekjuvöxturinn er hraður út af því hvað hagvöxtur er mikill. Þannig að núna ætti að vera lag til að ná jafnvægi í ríkisfjarmálum.” Úr verkalýðshreyfingunni berast þær raddir að kannski væri best að gera annan skammtímasamning í ljósi aðstæðna. Seðlabankastjóri segir það í raun kröfu um enn frekari vaxtahækkanir. „Við þurfum langtímasamning. Við þurfum plan fyrir framtíðina. Við þurfum plan til að ná niður verðbólguvæntingum og tryggja stöðugleika. Við viðurkennum okkar ábyrgð að mögulega hefðum við átt að hækka meira og fyrr. En þetta er staðan núna og við þurfum að bregðast við miðað við hvernig verðbólguhorfurnar eru,” segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12
Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02