Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2023 19:16 Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands tekur við formennsku í Evrópuráðinu og fundarhamri úr höndum Þórdísar Kolbrúar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu fylgjast með. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33
Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24