Smáhveli rak á land við Sandgerði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. maí 2023 15:04 Hvalurinn er sennilega nýrekinn á land. Ekki var komin nein rotnunarfýla af honum. Dautt smáhveli rak á land í Sandgerðisfjöru. Líklegt er talið að það hafi rekið á land um helgina. Óvíst er af hvaða tegund smáhvelið er sem rak nýverið á land í fjörunni í Sandgerði. Fannst það nálægt fiskeldsvinnslu Samherja og Ný-fisks við Hafnargötuna. „Hann lítur út fyrir að hafa verið dauður áður en hann rak á land, svona miðað við útlitið á honum,“ segir Sigurður Þór Magnússon, sem fann hvalinn. Gerir hann ráð fyrir að hvalurinn hafi ekki legið þarna lengi. „Hann hefur líklega rekið á land um helgina. Það var engin lykt af þessu, allavega ekki þar sem ég stóð,“ segir Sigurður. Grindhvalur, höfrungur eða hnísa Hvalurinn hefur ekki verið greindur en heimamenn telja að um grindhval sé að ræða, frekar en höfrung eða hnísu. Einar Friðrik Brynjarsson, hjá umhverfissviði Suðurnesjabæjar, segir að bænum hafi ekki enn borist tilkynning um hvalrekann. Hann hafi þó frétt af þessu og ætli sér að athuga með hvalinn og hvað sé best að gera í stöðunni. „Fyrir nokkrum árum komu heilu torfurnar upp á land hjá okkur. Ég man ekki eftir að smáhveli hafi rekið á land á síðustu árum,“ segir Einar Friðrik. Leyfi þarf fyrir nýtingu Samkvæmt verklagsreglum stjórnvalda um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig skal staðið að förgun dauðra dýra. Hvort hræið sé látið vera eða fargað í samræmi við leiðbeiningar. Embætti yfirdýralæknis setur skilyrði hvað varðar nýtingu á kjötinu af dýrinu, til manneldis eða dýrafóðurs. Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun taka ákvörðun um nýtingu beina í samráði við landeigendur. Suðurnesjabær Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Tengdar fréttir 83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Óvíst er af hvaða tegund smáhvelið er sem rak nýverið á land í fjörunni í Sandgerði. Fannst það nálægt fiskeldsvinnslu Samherja og Ný-fisks við Hafnargötuna. „Hann lítur út fyrir að hafa verið dauður áður en hann rak á land, svona miðað við útlitið á honum,“ segir Sigurður Þór Magnússon, sem fann hvalinn. Gerir hann ráð fyrir að hvalurinn hafi ekki legið þarna lengi. „Hann hefur líklega rekið á land um helgina. Það var engin lykt af þessu, allavega ekki þar sem ég stóð,“ segir Sigurður. Grindhvalur, höfrungur eða hnísa Hvalurinn hefur ekki verið greindur en heimamenn telja að um grindhval sé að ræða, frekar en höfrung eða hnísu. Einar Friðrik Brynjarsson, hjá umhverfissviði Suðurnesjabæjar, segir að bænum hafi ekki enn borist tilkynning um hvalrekann. Hann hafi þó frétt af þessu og ætli sér að athuga með hvalinn og hvað sé best að gera í stöðunni. „Fyrir nokkrum árum komu heilu torfurnar upp á land hjá okkur. Ég man ekki eftir að smáhveli hafi rekið á land á síðustu árum,“ segir Einar Friðrik. Leyfi þarf fyrir nýtingu Samkvæmt verklagsreglum stjórnvalda um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig skal staðið að förgun dauðra dýra. Hvort hræið sé látið vera eða fargað í samræmi við leiðbeiningar. Embætti yfirdýralæknis setur skilyrði hvað varðar nýtingu á kjötinu af dýrinu, til manneldis eða dýrafóðurs. Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun taka ákvörðun um nýtingu beina í samráði við landeigendur.
Suðurnesjabær Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Tengdar fréttir 83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20
Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58