Feginn að vera laus við nikótínið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 19:01 Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. Sjálfur notaði hann þá í 20 ár. Getty/Han Myung-Gu „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“ Fótbolti Heilsa Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“
Fótbolti Heilsa Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira