Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 17:58 Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Anton Brink Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira