Enginn atvinnulaus í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 12:30 Sigfús Ólafur Guðmundsson, sem vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti. Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Skagafjörður Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skagafjörður Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira