NASA semur við Bezos um tunglfar Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:01 Tölvuteiknuð mynd af lendingarfari Blue Origin á tunglinu. Vonast er til að hægt verði að nota það til að lenda mönnum á tunglinu árið 2029. Blue Origin Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29