Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. maí 2023 07:01 Um einn og hálfur milljarður manna þjáist af sníkjuormi. Getty Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser. Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser.
Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira