Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. maí 2023 07:01 Um einn og hálfur milljarður manna þjáist af sníkjuormi. Getty Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser. Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser.
Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira