Erlent

For­sætis­ráð­herra Frakk­lands segir af sér

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sebastien Lecornu kynnti ríkisstjórn sína í gær og hefur nú sagt af sér.
Sebastien Lecornu kynnti ríkisstjórn sína í gær og hefur nú sagt af sér. Vísir/EPA

Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Í frétt Le Monde um afsögnina segir að hann hafi þar með slegið met og sé sá forsætisráðherra sem hafi styst setið í því embætti.

Emmanuel Macron skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. Lecornu kynnti svo í gærkvöldi ríkisstjórn sína sem var næstum alveg eins og sú sem starfaði hafði undir forvera hans, François Bayrou.

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×