Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 10:16 Ragnar segir slíkan fjöldadauða koma í bylgjum síðastliðin misseri. Í fyrra hafi súlur drepist, í ár séu það ritur. Ragnar Guðleifsson Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita. Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá dauða fuglana. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin í gær. Í samtali við Vísi segir hann að þeim hafi nú verið komið til Matvælastofnunar. Segist hann telja nokkuð ljóst að hér sé um að ræða dauða sem rekja megi til afbrigði fuglaflensunnar. „Þetta virðist koma í einhvers konar bylgjum. Núna virðist þessi flensa leggjast á ritin en í fyrra voru það súlurnar,“ segir Ragnar. Hann tekur hins vegar fram að dauðinn sé til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Vísir hefur sent stofnuninni fyrirspurn vegna málsins. Fjöldadauðinn óútskýrður Vísir greindi í síðustu viku frá því að Matvælastofnun hefði miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita, auk þess sem stofnuninni hefði einnig borist margar tilkynningar um dauðar álftir, víðsvegar um landið. Sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við Vísi að ekki hefði greinst fuglaflensa í þeim sýnum sem stofnunin hefði tekið úr dauðum fuglum hingað til, nema einu. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. Fjöldadauði rita nú sé hins vegar á stærra svæði en áður. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Þá segir hún að hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06