Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 06:45 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“ Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira