Spá því að vextir hækki um heila prósentu Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 15:10 Gangi spá Landsbankans eftir verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31