GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 17:05 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg. Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg.
Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira