GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 17:05 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg. Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg.
Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira