Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 16:29 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. EPA/JOSE SENA GOULAO Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir. Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir.
Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27
„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00