Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 21:08 Valskonur unnu virkilega góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. Valskonur unnu fyrsta leik liðanna í rimmunni með sjö marka mun, 23-30, út í Vestmannaeyjum í leik sem bauð upp á litla spennu. Því mátti búast við að lið ÍBV kæmi grimmt til leiks í kvöld og myndi sýna fram á að bilið milli þessara liða sé langt frá því að vera jafn mikill og raun bar vitni í leik eitt. Vísir/Diego ÍBV sýndi það svo sannarlega í byrjun leiks í kvöld og var leikurinn í járnum fyrstu tíu mínútur leiksins. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé í stöðunni 3-4 fyrir ÍBV. Valskonur höfðu verið í stökustu vandræðum með sex-núll afturliggjandi vörn Eyjakvenna en virtist leikhléið leysa þá stíflu. Valur skoraði næstu þrjú mörk leiksins og komið með tveggja marka forystu. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé til að stöðva blæðinguna. Gekk það ekki eftir og við tók 6-2 kafli og heimakonur komnar í sex marka forystu. Vísir/Diego ÍBV hefði getað minnkað muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður ÍBV, klikkaði á sínu sjötta skoti í fyrri hálfleiknum og Valur svaraði með hraðaupphlaupsmarki á lokasekúndum fyrir hálfleiksins. Staðan 14-9 í hálfleik, Val í vil. Seinni hálfleikurinn náði í raun aldrei að verða spennandi. Heimakonur héldu Eyjakonum alltaf í þriggja til fimm marka fjarlægð frá sér. Staðan 19-16 fyrir Val þegar um stundarfjórðungur var eftir.ÍBV fékk alveg tækifæri til að þjarma enn frekar að Val en brást þá bogalistin. Valskonur sigldu því á endanum nokkuð þægilegum sigri í höfn og eru með pálmann í höndunum í einvíginu og geta hampað 19. Íslandsmeistaratitli félagsins á laugardaginn kemur. Vísir/Diego Af hverju vann Valur? Valskonur voru hreinleg beinskeyttari í sínum sóknaraðgerðum í dag og kreistu fram fín færi í flestum sóknum sínum sem á endanum skilaði sér í fleiri mörkum skoruðum. Markvarslan var einnig frábær hjá Val (42,1 prósent) og vörnin stóð vel. Sést það best á þeirri tölfræði að flest skot Eyjakvenna þurftu að koma að utan, als 31 skot utan af velli hjá ÍBV. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, átti annan stórleikinn í röð og varði 16 skot.Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með níu mörk þar af sex úr vítum og með hundrað prósent nýtingu af vítalínunni. Vísir/Diego Hjá ÍBV mæddi lang mest á Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og skilaði hún ágætis dagsverki. Ellefu mörk úr tuttugu skotum og fjórar stoðsendingar ásamt því að vera afkastamikil í varnarleik liðsins. Hvað gekk illa? Síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks var að lokum sá kafli sem skar úr um úrslit leiksins. ÍBV gekk hreinlega herfilega í sókn á þeim kafla. Einnig mætti setja spurningarmerki við framlag annara leikmanna ÍBV heldur en Hrafnhildar Hönnu í sóknarleik liðsins en næst markahæsti leikmaður liðsins var með þrjú mörk úr níu skotum. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á laugardaginn út í Vestmannaeyjum og hefst klukkan 19:00. Fer titilinn á loft? Ágúst Jóhannsson: Ég er gríðarlega ánægður Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Við erum náttúrulega mjög ánægð með það að vera búin að vinna fyrstu tvo leikina í þessu,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir sigur síns liðs í kvöld. „Varnarleikurinn var fínn í dag en mér fannst við samt byrja þetta hálf svona hægt og slappt og svo náðum við smá tökum á þessu. Sama með svona miðbik seinni hálfleiksins þá fannst mér pínu væru kærð og kæruleysi yfir okkur, ég var ekki ánægður með það en við unnum og ég er gríðarlega ánægður með það.“ Aðspurður hvaða skilaboðum Ágúst kom áleiðis í leikhlé eftir um tíu mínútna leik sem á endanum var mögulegur vendipunktur leiksins hafði Ágúst þetta að segja. „Við breyttum aðeins. Settum örvhenta í skyttuna og fengum aðeins betra flæði á boltann og fengum bara betri stöður og opnum aðeins fyrir línuna og erum að skjóta vel utan af velli. Það var nú aðallega það en svo þéttum við aðeins vörnina og náðum að keyra aðeins í lok fyrri hálfleiks. Þar náðum við smá forskoti,“ sagði Ágúst. Hvernig fannst Ágústi síðari hálfleikurinn fljóta? „Mér fannst hann ágætur. Mér fannst við geta keyrt aðeins meira. Við spiluðum góða vörn og markvarslan var mjög góð en ég hefði viljað sjá okkur keyra aðeins meira. Við erum auðvitað að spila við feykilega öflugt lið sem er með öfluga leikmenn í öllum stöðum. Við vissum það að þetta yrði bara járn í járn og það verður bara það áfram,“ sagði Ágúst. Liðsframmistaðan hefur verið uppskrift Vals í báðum sigurleikjum sínum í einvíginu og segist Ágúst vona að svo verði áfram. „Það er svona það sem við viljum standa fyrir að fá framlag frá mörgum leikmönnum og við höfum verið að fá það og vonandi verður það bara áfram,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV
Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. Valskonur unnu fyrsta leik liðanna í rimmunni með sjö marka mun, 23-30, út í Vestmannaeyjum í leik sem bauð upp á litla spennu. Því mátti búast við að lið ÍBV kæmi grimmt til leiks í kvöld og myndi sýna fram á að bilið milli þessara liða sé langt frá því að vera jafn mikill og raun bar vitni í leik eitt. Vísir/Diego ÍBV sýndi það svo sannarlega í byrjun leiks í kvöld og var leikurinn í járnum fyrstu tíu mínútur leiksins. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé í stöðunni 3-4 fyrir ÍBV. Valskonur höfðu verið í stökustu vandræðum með sex-núll afturliggjandi vörn Eyjakvenna en virtist leikhléið leysa þá stíflu. Valur skoraði næstu þrjú mörk leiksins og komið með tveggja marka forystu. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé til að stöðva blæðinguna. Gekk það ekki eftir og við tók 6-2 kafli og heimakonur komnar í sex marka forystu. Vísir/Diego ÍBV hefði getað minnkað muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður ÍBV, klikkaði á sínu sjötta skoti í fyrri hálfleiknum og Valur svaraði með hraðaupphlaupsmarki á lokasekúndum fyrir hálfleiksins. Staðan 14-9 í hálfleik, Val í vil. Seinni hálfleikurinn náði í raun aldrei að verða spennandi. Heimakonur héldu Eyjakonum alltaf í þriggja til fimm marka fjarlægð frá sér. Staðan 19-16 fyrir Val þegar um stundarfjórðungur var eftir.ÍBV fékk alveg tækifæri til að þjarma enn frekar að Val en brást þá bogalistin. Valskonur sigldu því á endanum nokkuð þægilegum sigri í höfn og eru með pálmann í höndunum í einvíginu og geta hampað 19. Íslandsmeistaratitli félagsins á laugardaginn kemur. Vísir/Diego Af hverju vann Valur? Valskonur voru hreinleg beinskeyttari í sínum sóknaraðgerðum í dag og kreistu fram fín færi í flestum sóknum sínum sem á endanum skilaði sér í fleiri mörkum skoruðum. Markvarslan var einnig frábær hjá Val (42,1 prósent) og vörnin stóð vel. Sést það best á þeirri tölfræði að flest skot Eyjakvenna þurftu að koma að utan, als 31 skot utan af velli hjá ÍBV. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, átti annan stórleikinn í röð og varði 16 skot.Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Vals með níu mörk þar af sex úr vítum og með hundrað prósent nýtingu af vítalínunni. Vísir/Diego Hjá ÍBV mæddi lang mest á Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og skilaði hún ágætis dagsverki. Ellefu mörk úr tuttugu skotum og fjórar stoðsendingar ásamt því að vera afkastamikil í varnarleik liðsins. Hvað gekk illa? Síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks var að lokum sá kafli sem skar úr um úrslit leiksins. ÍBV gekk hreinlega herfilega í sókn á þeim kafla. Einnig mætti setja spurningarmerki við framlag annara leikmanna ÍBV heldur en Hrafnhildar Hönnu í sóknarleik liðsins en næst markahæsti leikmaður liðsins var með þrjú mörk úr níu skotum. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á laugardaginn út í Vestmannaeyjum og hefst klukkan 19:00. Fer titilinn á loft? Ágúst Jóhannsson: Ég er gríðarlega ánægður Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.Vísir/Diego „Við erum náttúrulega mjög ánægð með það að vera búin að vinna fyrstu tvo leikina í þessu,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir sigur síns liðs í kvöld. „Varnarleikurinn var fínn í dag en mér fannst við samt byrja þetta hálf svona hægt og slappt og svo náðum við smá tökum á þessu. Sama með svona miðbik seinni hálfleiksins þá fannst mér pínu væru kærð og kæruleysi yfir okkur, ég var ekki ánægður með það en við unnum og ég er gríðarlega ánægður með það.“ Aðspurður hvaða skilaboðum Ágúst kom áleiðis í leikhlé eftir um tíu mínútna leik sem á endanum var mögulegur vendipunktur leiksins hafði Ágúst þetta að segja. „Við breyttum aðeins. Settum örvhenta í skyttuna og fengum aðeins betra flæði á boltann og fengum bara betri stöður og opnum aðeins fyrir línuna og erum að skjóta vel utan af velli. Það var nú aðallega það en svo þéttum við aðeins vörnina og náðum að keyra aðeins í lok fyrri hálfleiks. Þar náðum við smá forskoti,“ sagði Ágúst. Hvernig fannst Ágústi síðari hálfleikurinn fljóta? „Mér fannst hann ágætur. Mér fannst við geta keyrt aðeins meira. Við spiluðum góða vörn og markvarslan var mjög góð en ég hefði viljað sjá okkur keyra aðeins meira. Við erum auðvitað að spila við feykilega öflugt lið sem er með öfluga leikmenn í öllum stöðum. Við vissum það að þetta yrði bara járn í járn og það verður bara það áfram,“ sagði Ágúst. Liðsframmistaðan hefur verið uppskrift Vals í báðum sigurleikjum sínum í einvíginu og segist Ágúst vona að svo verði áfram. „Það er svona það sem við viljum standa fyrir að fá framlag frá mörgum leikmönnum og við höfum verið að fá það og vonandi verður það bara áfram,“ sagði Ágúst að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti