Gunnar þakklátur fyrir tapleik í fyrra: „Vöknuðum allir upp við vondan draum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 15:00 Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og hefur náð að spila gegn Haukum þrátt fyrir ökklameiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir mikið vonbrigðatímabil í fyrra, þar sem Afturelding komst ekki einu sinni í úrslitakeppnina í Olís-deild karla í handbolta, hefur nánast alveg sama lið landað bikarmeistaratitli í ár og getur með sigri í kvöld komist í úrslitaeinvígi um Íslandmeistaratitilinn. Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Afturelding tekur á móti Haukum í oddaleik í kvöld í æsispennandi einvígi liðanna sem lýkur fyrir fullu húsi að Varmá, þar sem búast má við gríðarlegri stemningu. Hvernig sem fer í kvöld þá vekur árangur Aftureldingar athygli og þjálfarinn Gunnar Magnússon var spurður út í þennan mikla viðsnúning, í Handkastinu. Hann segir það að missa af úrslitakeppninni í fyrra, með tapi gegn Fram í lokaumferð deildarinnar, hafa reynst lán í óláni. „Sparkið sem við þurftum“ „Þarna fengum við sparkið sem við þurftum,“ sagði Gunnar. „Þetta er nú kannski efni í heilan þátt. En stutta svarið er að ef við hefðum unnið Fram í síðasta leik í deildinni í fyrra, og farið í úrslitakeppnina og tapað 2-0 fyrir Val eða eitthvað, þá værum við ekki á þessum stað. Lykillinn var að sá leikur tapaðist. Það var sparkið sem að ég, leikmenn og allir í kringum okkur þurftum,“ sagði Gunnar en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Viðtalið við Gunnar er í lok þáttar. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, benti á að hann hefði nú hreinlega ekki skilið af hverju Afturelding vildi framlengja samning sinn við Gunnar eftir vonbrigðin í fyrra. „Stundum þarftu að fá ákveðið högg. Það voru mörg mistök gerð yfir tímabilið. Núna erum við með nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara, ég breytti undirbúningstímabilinu og við fórum í æfingaferð, og ég breytti mjög miklu. Leikmennirnir breyttu hugarfarinu, stjórnin breytti líka umgjörðinni,“ sagði Gunnar og hélt áfram: Gleðin var við völd hjá Aftureldingu á Ásvöllum á sunnudag þegar liðið tryggði sér oddaleik við Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Búnir að breyta öllu „Það sváfu allir á verðinum og svo vöknuðum við allir upp við vondan draum. Það er oft það sem þarf í sportinu, að skrapa botninn til að spyrna sér frá honum. Ef við hefðum unnið þennan Fram-leik og farið í úrslitakeppnina, en ekki fengið svona á baukinn, þá hefði kannski ekki nógu mikið breyst til þess að ná að snúa þessu við. Við erum í raun og veru búnir að breyta öllu og endurskipuleggja okkur frá grunni.“ Hið endurbætta lið Aftureldingar getur kórónað frábært tímabil með því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en til þess þarf liðið að vinna Hauka í kvöld. Nokkuð hefur verið rætt um það að Mosfellingar eigi erfiðara með langa leikjaseríu en Haukar, þar sem að álagið hvíli á færri herðum hjá þeim, en Gunnar telur svo ekki vera: „Ég held að Haukarnir séu líka þreyttir. Þar ertu með eldri menn. Þorsteinn Leó og Blær eru ungir strákar, og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Ég held að bæði lið séu á svipuðum stað með þetta, þó að þeir séu klárlega að spila á fleiri mönnum.“ Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Handkastið Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira