Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Stella Samúelsdóttir skrifar 16. maí 2023 12:30 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun