Láttu þér líða vel - á safni Inga Þórunn Waage skrifar 16. maí 2023 12:01 Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun