Láttu þér líða vel - á safni Inga Þórunn Waage skrifar 16. maí 2023 12:01 Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun