Láttu þér líða vel - á safni Inga Þórunn Waage skrifar 16. maí 2023 12:01 Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun