„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 11:01 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í úrslitakeppni danska handboltans. Getty/Henk Seppen Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér. Danski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér.
Danski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira