„Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 14:00 Daníel hefur ekki enn þá kært þjófnaðinn og skemmdirnar á bílnum sem er gerónýtur. Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur. Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel. Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Daníel Kristján Þorleifsson, eigandi Mercedes Benz bílsins sem ekið var í gegnum vegg bakarísins, hefur ekki kært þjófnaðinn og eignatjónið. Hann er búinn að gefa lögreglunni skýrslu. „Þetta gerist þannig að ég var að skemmta mér með vinum og var staddur í húsi hér á Sauðárkrók í smá teiti,“ segir Daníel sem er átján ára gamall. „Ég hafði fengið félaga minn til þess að keyra fyrir mig þessa nótt þar sem ég var að skemmta mér.“ Um stundarsakir vék Daníel sér frá í eitt herbergi til að tala við fólk og þá lét óprúttinn aðili til skarar skríða. „Ég hafði sjálfur ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir allt saman,“ segir Daníel. „Ónefndur aðili hafði þá tekið bílinn minn þarna í leyfisleysi og farið.“ Gerðist hratt Þegar Daníel áttaði sig á því að bíllinn var horfinn fór hann að spyrjast fyrir um hann. Þá komst hann að því að bíl hafði verið ekið inn í bakaríið. Lagði hann saman tvo og tvo og fór að gruna að það væri sennilegast hans bíll sem væri inni í bakaríinu. Mikil mildi var að ekki varð slys á fólki. „Þetta gerðist auðvitað allt voðalega hratt en ég ákvað ásamt félaga mínum að ganga út að bakaríi og skoða aðstæður,“ segir Daníel. Höfðu þeir þá haft samband við lögregluna og tilkynnt atvikið. „Drengurinn sem hafði tekið bílinn minn ófrjálsri hendi var svo handtekinn fyrir utan bakaríið.“ Mildi að ekki hafi orðið slys Daníel segir að það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Gífurlegt tjón sé á bakaríinu og bíllinn sé gerónýtur. Virði bílsins er í kringum 700 þúsund krónur að sögn Daníels. Daníel segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað gerist í framhaldinu. Hann segist þekkja til piltsins sem tók bílinn en kýs að tjá sig ekki frekar um hann. Kæra hefur ekki verið lögð fram af hans hálfu en Daníel fór á lögreglustöðina í gær til að segja frá sinni hlið. „Skýrslur voru teknar af mér og félaga mínum í gær en auðvitað mun þetta svo taka einhvern tíma í vinnslu allt saman,“ segir Daníel.
Skagafjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28 Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. 14. maí 2023 12:28
Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið. 15. maí 2023 11:14