Ábyrgðin er ekki foreldra Einar Jónsson skrifar 15. maí 2023 12:31 Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun