Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 10:01 Blær Hinriksson á ferðinni í einvíginu á móti Haukum. Hann fékk hrós frá fyrirliða sínum. Vísir/Hulda Margrét Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira