Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Sigurjón Þórðarson skrifar 15. maí 2023 08:01 Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun