Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 07:57 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fagnaði Selenskíj í Bellevue-hölllinni í Berlín í morgun. AP/Matthias Schrader Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News
Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00