Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 07:57 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fagnaði Selenskíj í Bellevue-hölllinni í Berlín í morgun. AP/Matthias Schrader Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News
Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00