„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 11:34 Ragnar Þór stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan 14 í dag. Hann segist ekki ætla að láta rigningu á sig fá, enda sé mun meira í húfi. Vísir/Vilhelm Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“ Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“
Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08