„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 13:11 Formaður BSRB segir ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira