Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Við skoðum lækinn og förum yfir málið.
Þá hittum við úkraínska þingkonu sem er stödd hér á landi. Hún segir konur taka þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum og telur mikilvægast af öllu að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi.
Við verðum einnig í beinni frá starfslokaveislu Hannesar Hólmsteins við Háskóla Íslands, kynnum okkur nýjar ruslatunnur sem ekki allir borgarbúar virðast sáttir með og verðum jafnframt í beinni frá Eurovision-tónleikum í Háskólabíó. Þar má búast við miklu stuði þrátt fyrir vonbrigði í Liverpool í gær.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.