Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 13:32 Grunnskólar í Kópavogi brutu í bága við persónuverndarlöggjöf með notkun Seesaw. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti.
Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02