„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 11:27 Vilhjálmur Birgisson segir áframhaldandi hvalveiðar gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulíf á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það gríðarlegt hagsmunamál að Hvalur hf. fái að halda áfram hvalveiðum sínum næstu árin. Að meðaltali hafi 90 starfsmenn Hvals verið félagsmenn í verkalýðsfélaginu á síðustu vertíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. „Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
„Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira