„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 11:27 Vilhjálmur Birgisson segir áframhaldandi hvalveiðar gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulíf á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það gríðarlegt hagsmunamál að Hvalur hf. fái að halda áfram hvalveiðum sínum næstu árin. Að meðaltali hafi 90 starfsmenn Hvals verið félagsmenn í verkalýðsfélaginu á síðustu vertíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. „Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira