Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Snorri Másson skrifar 13. maí 2023 09:00 Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni
Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02