Sjáðu umdeilda dóminn sem Seinni bylgjan var svo ósátt við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Það urðu mikil læti við hliðarlínuna eftir atvikið. Vísir/Diego Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki sammála umdeildum dómi sem átti stóran þátt í sigri Hauka á Aftureldingu í Mosfellsbænum i gærkvöldi. Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Afturelding missti frá sér að því virtist unninn leik í gær þegar Haukar komust í 2-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Umdeildasta atvik leiksins varð undir lok venjulegs leiktíma þegar Hauka fengu víti en þeir náðu að jafna þar metin og tryggja sér framlengingu. Dómarar leiksins fóru í Varsjána eftir brot Ihor Kopyshynskyi á Ólafi Ægi Ólafssyni út við hliðarlínuna. Þeir komu til baka, gáfu Ihor rautt spjald og dæmdu víti. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk skoðun sérfræðinga sinna á þessum umdeilda dómi. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, talaði um það eftir leik að Ólafur Ægir hafi togað Ihor niður og því hafi þetta litið mun verr út. Ólafur Ægir býr þetta bara til „Fyrir mér. Persónuleg skoðun þá býr Ólafur Ægir þetta bara til. Mér finnst hann bara henda sér niður. Hann sér spjald þarna og veit að það verði læti. Ég sé ekki neina hrindingu heldur bara gott brot. Ólafur missir jafnvægið og reynir að toga hann með sér. Mér finnst þetta galið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða upptökur af atvikinu.Vísir/Diego Í einni klippunni sést vel þegar Ólafur Ægir togar í peysu Ihor Kopyshynskyi. „Það er umræða á samfélagsmiðlum um þetta brot og það eru allir að horfa á þjóðaríþróttina. Það skilur enginn neitt í neinu. Höfum það alveg á hreinu að Ihor Kopyshynskyi er ekki að fá rautt spjald fyrir brotið. Hann er að fá rautt spjald og Haukarnir fá víti fyrir að stöðva töku fríkastsins,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara „Það að dómararnir fari í VAR, horfi á þetta tíu til fimmtán sinnum og sjái það út úr VAR-inu að Ihor Kopyshynskyi sé að stöðva töku fríkastsins er gjörsamlega út úr kortinu. Það þarf bara að lyfjaprófa þessa dómara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Daði. „Það sem mér fannst verra í þessu öllu var það að fyrst þeir fóru í það að gefa honum rautt spjald þarna þá fannst mér alveg sanngjarnt að Stefán Rafn fengi líka tvær mínútur fyrir að taka í treyjuna hjá Ihor,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Haukarnir hlæjandi „Dómari sem ég er búinn að ræða við segir við mig að þarna séu dómarar að leita. Þú verður að vera hundrað prósent viss. Við höfum oft séð þetta í fótbolta. Ef þú leitar og leitar þá finnur eitthvað. Þarna eru þeir að leita að einhverju og þeir eru ekki hundrað prósent vissir af því að þetta er rangt,“ sagði Stefán Árni. „Það er 2-1 fyrir Hauka í þessu einvígi. Eftir síðustu tvo leiki fara Haukarnir hlæjandi inn í búningsklefann og geta þakkað dómurunum fyrir að vera 2-1 yfir. Þeir eru glottandi til Sólheima yfir hjálpinni sem þeir hafa fengið á lokamínútunum í báðum leikjunum. Það er bara nákvæmlega staðan,“ sagði Arnar Daði. Það má sjá brotið og alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Haukar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira