Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 09:31 Tryggvi Rafnsson hjálpar niðurbrotnum Phil Döhler til búningsklefa eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler Olís-deild karla FH Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira
Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler
Olís-deild karla FH Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira