Ríkisútvarpið greinir frá. Vísir hefur ekki náð í lögregluna á Suðurlandi vegna málsins. Eins og Vísir hefur greint frá telur lögreglan sig komna með nokkuð skýra mynd af atburrðarásinni sem leiddi til andláts konunnar.
Landsréttur hefur gert yfirvöldum að aflétta einangrun yfir manninum, þannig að hann fær nú að umgangast aðra fanga. Rannsókn lögreglu beinist að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar.
Maðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn í heimahúsi á Selfossi þar sem hin 28 ára gamla Sofia Sarmite Kolesnikova fannst látin síðdegis þann 27. apríl síðastliðinn. Tveir voru upphaflega handteknir vegna málsins en öðrum þeirra var sleppt.