Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Kristinn Óskarsson (til hægri) er ánægður með það hvernig Gunnar Magnússon (til vinstri), þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, kom frá sér gagnrýni á störf dómara í leik liðsins gegn Haukum á dögunum Vísir/Samsett mynd Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti