Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 11:30 Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni. Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum. Danski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti