Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2023 23:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að marki Hauka. Vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira