Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2023 23:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að marki Hauka. Vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti