Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 18:00 Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun