Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 18:00 Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar