Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí? Skúli Helgason skrifar 9. maí 2023 15:30 Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skúli Helgason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun