Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 08:30 Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason spila með Víkingi og FH. Vísir/Sigurjón Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans. Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg
Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira